á endalausu ferðalagi...
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Það er sem sagt komið á hreint að ég kem ekki heim fyrr en upp úr miðjum ágúst. Mér var boðin meiri vinna og þar sem að Gústi er farinn að vinna þá ákvað ég að vera bara lengur á Íslandi.

Nú er verið að plana enn eina útileguna fyrir næstu helgi.  Þá verður bara landið tekið eins og það leggur sig. Jamms og ég sem aldrei hef farið hringinn og er að fara í fyrsta skiptið á austfirðina.  Sem betur fer þá hef ég austfirðing mér til halds og trausts þar sem ég hef heyrt að vegirnir þar geta verið svaðalegir.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.